Innskráning í Karellen
news

Listahátíð barna 2024

03. 05. 2024

Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ verður haldin í átjánda sinn í Duus Safnahúsum 2. maí -12. maí 2024.

Í morgun 3. maí var sýningin formlega sett. Þar mættu elstu nemendur leikskóla Reykjanesbæjar og sungu nokkur lög saman ásamt því að skoða þessa glæsilegu sýningu.

Listahátíðin er hluti af BAUN barna og unngmennahátíð sem byrjaði 2.mai .

Hvetjum við foreldra til að fara með börnin sín og skoða sýninguna saman.

Frítt er inn á sýninguna fyrir fullorðna í fylgd með börnum .

Yfirskrift listahátíðarinnar er Sögur og söngvar lifna við.

Allir leikskólar Reykjanesbæjar hafa tekið þátt í verkefni í vetur sem heitir Leikgleði með sögum og söng, þar sem allir hafa tekið fyrir bæði bækur og lög og börnin hafa leikið það sem er að gerast í bókinni eða laginu.

Ákveðið var að nota þetta verkefni á Listahátíðinni og ákváðu ÚTGARÐS börn (2018) að vinna með bók sem heitir “Góða nótt górilla” það var lýðræðisleg kosning. Hinar bækurnar veru “Vettlingurinn” og “Drekinn”.

Verkefnastjóri og hugmyndasmiður þessa verkefnis er Birte Harksen sem heldur úti www.bornogtonlist.net

Það eru Útgarðsbörn sem sjá um gerð listaverka á hverju ári en fá oft hjálp frá Valhöll og Ásgarði.

Kær kveðja og njótum Listahátíðarinnar saman.

© 2016 - Karellen