Innskráning í Karellen

Þróun og saga

Leikur að læra

Skólaárið 2014-15 fór í gang þróunarverkefnið „Leikur að læra“ og hefur leikskólinn Gimli unnið markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra eða LAL frá þeim tíma.

Gimli er annar leikskólinn sem fékk vottun sem LAL skóli og er móðurskóli Leikur að læra ásamt Leirvogstunguskóla.

Kennsluaðferð LAL gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gegnum leik og hreyfingu á faglegan, skemmtilegan og árangursríkan hátt.

Leikur að læra hugsar námsefnið út frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig og leika sér. Verkefnið stuðlar að eflingu læsi og stærðfræði. Kennsluefnið byggir á leikjum og æfingum þar sem samþætting hreyfingar við stærðfræði-, bókstafa-, hljóða-, lita- og formakennslu er höfð að leiðarljósi.

Kennarar miða framkvæmdina að þroska, getu og úthaldi hvers aldurshóps fyrir sig og er kennt í gegnum söngva, leiki og hreyfingu. Einnig er lögð áhersla á að hver nemandi þjálfist í að koma fram og tjá sig fyrir framan hóp.

Kennsluaðferðirnar virka mjög vel fyrir börn á leikskólaaldri þar sem hreyfiþörf þeirra er mjög mikil, en rannsóknir hafa sýnt að hreyfing hefur áhrif á hæfileikann til að varðveita nýja þekkingu. Verkefnið vinnum við í samstarfi við Kristínu Einarsdóttur íþrótta- og grunnskólakennara en hún er höfundur „Leikur að læra“.

Leikur að læra 1

Leikur að læra 2

Leikur að læra 3

Leikur að læra 4

Leikur að læra 5

Leikur að læra 6

Leikur að læra - Elstu börnin

Foreldraverkefni 1

Foreldraverkefni 2

Leikur að læra - Útikennsla 1

Leikur að læra - Útikennsla 2

Heimasíða Leikur að læra

© 2016 - Karellen