news

Útskriftarferð elstu nemenda

20. 05. 2020

Útskriftarferð elsta árgangsins var farin í gær þriðjudaginn 19. maí. Mikil gleði og kátína var hjá nemendum og kennurum og lá leiðin út á Garðskaga í fjöruna. Þar fengu börnin að upplifa náttúruna og fjöruna. Síðan lá leiðin í Þekkingarsetrið í Sandgerði þar sem nemendur fengu að fræðast um vísindi, menningu og sögu. Ísak og Hanna María á Þekkingasetrinu tóku vel á móti hópnum, við skiptum okkur niður í tvo hópa og fengum leiðsögn um lista- og fræðslusýninguna Huldir heimar hafsins – Ljós þangálfanna. Sýningin heimskautin heilla í Þekkingarsetrinu vakti líka mikla lukku og börnin mun fróðari um menningu svæðisins. Grillaðar voru pulsur í hádeginu sem runnu ljúflega niður í nemendur.Þá fengu nemendur einnig að skoða og rýna í það sem þau fundu í fjörunni í gegnum smásjá, sem og að koma við lifandi sjávarverur.

Þetta var svo sannarlega algjör ævintýraferð og komu allir sælir og saddir heim. Við vorum ótrúlega heppin með veður þó svo að það hafi blásið smá kuldi. En allir voru vel klæddir enda erum við þaulvön öllum veðráttum.


© 2016 - Karellen