Innskráning í Karellen
news

Fögnum fjölbreytileikanum

19. 03. 2024

Fimmtudaginn 21. mars er alþjóðlegi Downs dagurinn. Þann dag er fólk hvatt til að klæða sig í mislita/ósamstæða sokka í tilefni dagsins, fagna og sýna stuðning við margbreytileika mannlífsins.

Eitt af markmiðum dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Við munum að sjálfsögðu taka þátt og um leið nota tækifærið til að ræða um fjölbreytileika mannlífsins í sinni víðustu mynd því fræðla og þekking eykur skilning og minnkar fordóma. Því eins og við ræðum svo oft um að við erum öll ólík en eigum rétt á virðingu, kærleika og tækifærum í lífinu. Þessi umræða rímar vel við jafnréttis- og lýðræðisstefnuna sem við vinnum eftir.

Við á Gimli tökum að sjálfsögðu þátt og mætum í mislitum/ósamstæðum sokkum. (-:

© 2016 - Karellen