Innskráning í Karellen
news

Leikgleði í gegnum sögur og söng

13. 02. 2024

Allir leikskólar í Reykjanesbæ ásamt Bókasafni Reykjanesbæjar taka þátt í þróunarverkefni sem heitir Leikgleði í gegnum sögur og söng.

Birte Harksen er verkefnastjóri verkefnisins en hún heldur úti vefnum bornogtonlist.net og leikuradbokum.net ásamt fleiri vefum sem allir geta skoðað. Birte er leikskólakennari og fékk Ísl. Menntaverðlaunin 2020 sem framúrskarandi kennari. Hún hefur unnið í leikskólum á Íslandi í 25 ár.

Verkefnið snýst um upplifun, innlifun, málörvun, skilning, þátttöku og tengslamyndun ásamt hugmyndaflugi bæði barna og kennara.

Á Degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur ár hvert þann 6. febrúar, fengum við Birte og Immu samstarsfélaga hennar í heimsókn til okkar á Gimli. Þær voru með sögustund með nemendum og kennurum og kynntu skemmtilegar kennsluaðferðir sem gaman er að vinna með börnum í leik og starfi. Einnig fengum við að upplifa skemmtilega Birte - og Immustund.

Allir á Gimli ungir sem aldnir skemmtu sér hið besta enda heilluðu þær okkur með sinni frábæru leikgleði.

© 2016 - Karellen