news

Starfsdagar

04. 09. 2019

Kæru foreldrar!

Þessa haustönnina eru tvær ráðstefnur sem tengjast okkar fagstarfi á Gimli og verða þær eins og sl. haust báðar í október og aðeins með viku millibili.

Sú fyrri er hin árlega ráðstefna á vegum Hjallastefnunnar þann 4. október og seinni er árleg ráðstefna á vegum Leikur að læra þann 11. október.

Það er svo mikilvægt fyrir starfsmannahópinn á Gimli að mæta á báðar ráðstefnurnar til að bæta, þróa og viðhalda faglegu starfi í leikskólanum, því verður leikskólinn lokaður þessa daga vegna starfsdaga kennara.

Með bestu kveðju og von um góðan skilning,

Karen Valdimarsdóttir, leikskólastýra

© 2016 - Karellen