news

Sparifatadagur

04. 01. 2021

Kæru foreldrar!

Eins og undanfarin ár verðum við á Gimli með sparifatadag næsta miðvikudag þann 6. janúar á þrettándanum þegar við kveðjum jólin.

Klæðum okkur í betri fötin en höfum með okkur skólafötin ef við viljum fara í þau undir útigallann.

Við fáum pizzu í hádegismatinn og gerum okkur glaðan dag með söng og dansi.

Þetta er alltaf jafn skemmtilegur dagur og gaman að hefja fyrstu viku ársins á uppákomu sem þessari.

© 2016 - Karellen