news

Skemmtilegir dagar framundan

28. 02. 2019

Nú fer brátt að líða að bolludegi, öskudegi og sprengidegi sem alltaf gleðja og kæta :)

Bolludagurinn er mánudaginn 4. mars og þá fáum við fiskibollur í hádegimat og rjómabollur í nónverð.

Á sprengidaginn 5. mars er síðan boðið upp á saltkjöt og baunir túkall í hádegisverð.

Öskudagurinn er svo á miðvikudaginn 6. mars og þann dag mega allir mæta í búningum í leikskólann. Minnum á að það þarf ekki alltaf að kaupa nýtt heldur nota þá búninga sem til eru, fá lánað eða einfaldlega nota hugmyndaflugið og skapa saman búning. Allir fylgihlutir eru leyfðir með búningum en munum að merkja allt vel. Við munum slá ,,köttinn úr tunnunni,, og síðan skemmta okkur með vinum okkar og vinkonum.

Við höldum að sjálfsögðu í allar hefðir tengdar þessum dögum. Ræðum um þá og syngjum söngva tengda þeim.

© 2016 - Karellen