Innskráning í Karellen
news

Plastlaus september

02. 09. 2020

Frábært framtak hjá foreldrafélaginu í plastlausum september :-)

Kæru foreldrar og forráðamenn

Nú er nýtt skólaár að hefjast og þægileg rútína aftur að færast yfir fjölskyldulíf okkar flestra.

Einn liður í því eru óhrein leikskólaföt og viljum við minna á frábæru fjölnota taupokana sem foreldrafélagið færði öllum

nemendum í fyrra og nýnemar hafa fengið í ár og er þetta framtak komið til að vera á Gimli.

Svo pokinn þjóni sínu hlutverki sem best er mælst til þess að hann sé ávallt geymdur í hólfi nemenda eftir að hafa farið heim í þvott og sé því tilbúinn fyrir næsta „slys“ eða sull. Munið að merkja pokana svo þeir rati á réttan stað og mælst er til að þvo pokana á röngunni á 30 °C.

Tökum höndum saman og stígum skrefin þó lítil séu, því margt smátt gerir eitt stórt í þessu umhverfisátaki sem og öðru.

Gangi okkur öllum sem best,

kennarar á Gimli

© 2016 - Karellen