Innskráning í Karellen
news

Námsferð- Listahátið barna- Sveitaferð

30. 04. 2019

Námsferð kennara á Gimli til Brighton: Stór hluti kennarahópsins fór í námsferð til Brighton fyrir páska. Við fórum á mjög skemmtileg og fræðandi námskeið. Fyrri daginn vorum við í fallegum skógi þar sem við fræddumst um útikennslu, sköpun, náttúruna, samvinnu og núvitund. Ótrúlega skemmtilegt þar sem við tókum þátt í hinum ýmsu verkefnum. Seinni daginn voru námskeið í sögugerð og núvitund. Þau voru líka mjög skemmtileg og gagnleg. Mjög vel heppnuð ferð í alla staði og ýmislegt sem við lærðum og upplifðum mun koma sér vel í okkar starfi hér á Gimli.

Listahátíð barna í Reykjanesbæ: Á morgun 2. maí verður listahátíð barna sett. Þema sýningarinnar að þessu sinni er Hreinn heimur – betri heimur. Í tengslum við undirbúning hátíðarinnar höfum við m.a. verið að ræða um umhverfið okkar og náttúru og hvað það skiptir miklu máli að ganga vel um. Hvað við getum gert? Í vettvangsferðum týnum við rusl og einnig höfum við horft á myndir þar sem verið er að sýna hvaða áhrif plast hefur á t.d. fuglalífið í heiminum. Hvetjum fjölskyldur til að fara saman á sýninguna og taka þátt í þeim fjölbreyttu viðburðum sem í boði eru um helgina í bæjarfélaginu. Hér getið þið séð dagskrá helgarinnar https://www.reykjanesbaer.is/ static/files/Auglysingar/ listahatid-barna-2019.pdf

Sveitaferð á vegum foreldrafélagsins: Sunnudaginn 5. maí stendur foreldrafélagið fyrir sveitaferð á Hraðastaði í Mosfellsdal frá kl. 13-15. Nánar hægt að lesa um þennan viðburð á fb síðu kjarnans og á glerinu í forstofu skólans er skráningarblað.

© 2016 - Karellen