news

Leiksýningin Þorri og Þura

26. 10. 2021

Álfarnir Þorri og Þura hafa heimsótt þúsundir leikskólabarna með farandssýningum sínum síðan árið 2008, komið fram á ýmsum hátíðum og slógu í gegn með jólaþáttunum Týndu jólin sem sýndir voru á RÚV síðustu jól. Þorri og Þura eru bestu vinir og miklir fjörkálfar, en sýningar þeirra einkennast af gleði, vináttu og dillandi skemmtilegri tónlist.

Í tilefni af 50 ára afmæli leikskólans Gimlis ætlar foreldrafélagið að bjóða nemendum og kennurum skólans upp á þessa stórskemmtilegu sýningu fimmtudaginn 28. október kl. 09:30.

Hjartans þakkir kæru foreldrar fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem án efa verður hin ánægjulegasta.


Með kærleikskveðju,

kennarar á Gimli

© 2016 - Karellen