news

Hjóladagur

04. 06. 2021

Mikil gleði og gaman var þegar blásið var til hjóladags í leikskólanum Gimli í sól og sumaryl.

Hluti af Hlíðarveginum sem er fyrir framan leikskólann var lokaður og þar var heldur betur líf og fjör og allir á hjólum og að sjálfsögðu með hjólahjálm.

Yngstu nemendurnir voru á leikskólalóðinni og undu sér hið besta með þríhjólin sín, hlaupahjól, vagna og kerrur allt á hjólum. Sannkallaður HJÓLADAGUR á Gimli sem tókst vel eins og undanfarin ár.

Lögreglan var því miður fjarri góðu gamni í þetta sinn og því bað hún okkur kennara um aðstoð við að skoða hjólin og hjálmana. Öll börnin voru svo heppin að hafa allt í besta lagi og fengu skoðunarmiða á tækin sín :)


© 2016 - Karellen