news

Gróðurkassar í Njarðvíkurskógum

03. 06. 2021

Afhending gróðurkassa í Njarðvíkurskógum

Þann 20. maí afhenti umhverfissvið Reykjanesbæjar, Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands til varðveislu og rekstrar þrjátíu gróðurkassa, sem hafa áður hafa verið staðsettir á þremur stöðum í bæjarfélaginu. Þeim hefur nú öllum verið komið á einn varanlegan stað, fjölskylduvænlegu útivistasvæði, sem hlotið hefur nafnið Njarðvíkurskógar.

Við í leikskólanum Gimli höfum leigt af Garðyrkjufélaginu einn slíkan gróðurkassa og fóru nemendur á Valhöll og Ásgarði árg.2016 ásamt hópstjórum þeirra í síðustu viku og settu niður kartöflur.

Í næstu viku munu þau síðan gróðursetja ýmislegt góðgæti svo sem grænkál, hnúðkál og gulrófur.

Frábært verkefni í kynjablöndun og hlökkum við til að fylgja verkefninu eftir með því að hlúa að grænmetinu og vökva þegar þörf er á - svo verður aldeilis spennandi í haust að skoða uppskeruna.

Þess má geta að heitið Njarvíkurskógar höfðar til þess að í framtíðinni verði svæði þetta gróðri vaxið með trjám og runnum, þar sem bæjarbúar allir hafi lagt sitt að mörkum til að svæðið verði sem mest aðlaðandi til útivistar. Það sem þegar hefur verið gert af hálfu bæjarins ber merki um metnaðarfulla græna framtíðarsýn fyrir það fjölmenningarsamfélag sem við búum í.

Á svæðinu er þegar til staðar grillaðstaða, þrautaleikjagarður, afgirt leiksvæði fyrir hunda og frisbígolfvöllur, svo nokkuð sé nefnt.

Fjölfarnar gönguleiðir liggja um svæðið sem er okkur börnum og kennurum á Gimli vel þekkt enda eitt af okkar aðalsvæðum í vettvangsferðum.

Við hvetjum ykkur foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi til að kíkja á þetta frábæra útisvæði ef þið hafið ekki nú þegar gert það.

Kennarar á Gimli


© 2016 - Karellen