news

Enskulota þessa viku 15.-19. mars

17. 03. 2021

Kæru foreldrar!

Enskulotur hafa fallið niður undanfarna mánuði vegna Covid19 þar sem okkur stjórnendum þótti ekki skynsamlegt að Natalía enskukennari færi á milli Hjallastefnu leikskóla á Suðurnesjum - því þannig er hennar starf að öllu jöfnu.

Eftir að breyting varð á um fjöldatakmarkanir foreldra/gesta inn í skólastofnanir og smitum hafði verulega fækkað, tókum við þá ákvörðun að taka inn aftur enskuloturnar og hófst sú fyrsta á þessari vorönn þann 15. mars til 24. mars.

Þá fær hver kjarni enskukynningu á hverjum degi þá viku sem Natalía er í húsi í 15 til 30 mín í senn (fer eftir aldri barnanna). Næsta lota verður aftur eftir ca. 4 vikur þ.e. 19.04 til 23.04.

Það er góð tilbreyting að fá Natalíu í leikskólann með enskukynningu og taka börn og kennarar alltaf vel á móti henni, enda er Natalía einstaklega hress og glaðleg stúlka.

© 2016 - Karellen