Innskráning í Karellen
news

Starfsdagar 23. sept. og 7. okt.

07. 09. 2022

Kæru foreldrar!

Þessa haustönn 2022 verða einungis tveir starfsdagar hjá okkur á Gimli.

Eins og fram kemur á skóladagatali leikskólans verða dagarnir með nokkra vikna millibili sem kemur til út af fræðsludögum hjá Reykjanesbæ og Hjallastefnunni.

Sá fyrri verður föstudaginn 23. september og þá er haldinn skipulagsdagur fyrir alla leikskóla Reykjanesbæar eins og fram hefur komið.

Sá seinni verður föstudaginn 7. október og þá er Hauststefna Hjallastefnunnar.

Dagskrá beggja daganna er full af fróðlegum fyrirlestrum sem bæta fagstarfið og stuðla einnig að þróun og endurmenntun kennara.

Þessa daga verður leikskólinn lokaður.

Hlýjar kveðjur,

kennarar á Gimli

© 2016 - Karellen