Innskráning í Karellen
news

Starfsdagar 3, 4 og 5 apríl 2023

03. 03. 2023

Kæru fjölskyldur.

Starfsdagar verða í leikskólanum Gimli þann 3. 4. og 5. apríl í dymbilvikunni. Leikskólinn verður því lokaður þessa daga.

Þess má geta að þetta eru einu starfsdagarnir á þessari vorönn 2023.

Starfsmannahópurinn mun fara á námskeið í Glasgow. Þar mun Margrét Pála höfundur Hjallastefnunnar vera með námskeiðið Gleði er fagmennska sem er sérhannað fyrir starfsfólk skóla sem vinna eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar.

Þá munum við einnig heimsækja leikskólann Elmwood Nursery in Newton Mearns sem starfar einnig eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar og Margrét Pála hefur haft faglega umsjón með undanfarin ár.

Við erum lánsöm að fá tækifæri til að taka þátt í fræðslu, umræðum og verkefnum með Margréti Pálu og nú á erlendri grund.

Kærleikskveðja,

kennarar á Gimli

© 2016 - Karellen