Innskráning í Karellen
news

Lota 3 - Samskipti

04. 11. 2022

Lota 3 – Samskipti: Mánudaginn 7. nóvember hefst þriðja lotan í kynjanámskránni okkar, samskiptalotunni. Lotulyklarnir, eða þau orð sem tengjast þessari lotu og við vinnum með eru: Umburðarlyndi – hjálpsemi - víðsýni og samstaða. Félagsþjálfun og samvinnuverkefni af ýmsu tagi eru efst á baugi. Tveir og fleiri saman í verkefnum, samvinna í kynjablöndun og samvinna milli eldri og yngri kjarna. Lotan er í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar því hér er fjallað um samskiptin í sinni víðustu mynd, nemendum kennt að virða mörk sín og annarra, standa saman um jákvæða framkomu og jákvæða hegðun, enda má segja að þessi lota snúist um félagslega jákvæðni. Umræður um fjölmenningu og fjölbreytt þjóðerni, ólík sambúðarform fólks, fötlun og fleira sem skapar sérstöðu í samfélaginu. Vinnum að verkefnum sem ýta undir samstöðu og samkennd kjarna eða skóla og skapa jákvætt hópstolt.

Þessu tengt þá æfum við okkur í að svara fyrir okkur á góðan hátt ef einhver ætlar t.d. að reyna að særa okkur með orðum. Við tölum um það að orð geta meitt alveg eins og vond snerting meiðir. Það er mikilvægt að efla börn í að svara fyrir sig á góðan hátt án þess að við séum að særa hvort annað.

© 2016 - Karellen