Innskráning í Karellen
news

Jólagleði á útisvæði

12. 12. 2023

Það var líf og fjör á jólagleðinni okkar á útisvæði í morgun þriðjudaginn 12. desember. Jólasveinarnir þeir Bjúgnakrækir og Ketkrókur mættu á svæðið og sungu með nemendum og kennurum skemmtileg jólalög. Í lokin fengu öll börn ekta jóla-mandarínu að gjöf. Veðrið var stillt og fallegt en svolítið kalt. Eftir jólagleðina á útisvæði var farið inn á kjarna þar sem boðið var upp á kókómjólk og kanilsnúða. Áttum skemmtilega og ljúfa stund saman.

© 2016 - Karellen