news

Vel heppnaður hjóladagur

12. 05. 2022

Hjóladagurinn miðvikudaginn 11. maí heppnaðaist mjög vel og er alltaf gleði og gaman á þessum degi.

Hluti af Hlíðarveginum sem er fyrir framan leikskólann var lokaður og þar var heldur betur líf og fjör og allir á hjólum og að sjálfsögðu með hjólahjálm.

Yngstu nemendurnir voru á leikskólalóðinni og undu sér hið besta með þríhjólin sín, hlaupahjól, vagna og kerrur allt á hjólum.

Sólin lét sjá sig og einnig fengum við heimsókn frá lögreglunni sem skoðaði hjólin og hjálmana og allt sem var á hjólum. Börning voru afar kát að fá límmiða á tækin sín og þökkum við þeim hjartanlega fyrir komuna.

© 2016 - Karellen