Innskráning í Karellen
news

Útskriftarhátíð

26. 05. 2022

Mánudaginn 23. maí kl.17:00 útskrifuðum við okkar yndislegu elstu nemendur skólans árg. 2016.

Athöfnin fór fram á útisvæði leikskólans og voru veðurguðirnir okkur hliðhollir og sendu til okkar sól og blíðu.

Útskriftarræða skólastýru, söngatriði frá nemendum , afhending útskriftarskjala og jóga kærleikssteina var meðal þess sem fram fór á hátíðinni og að lokum var boðið upp á léttar veitingar undir berum himni.

Þetta var dásamleg stund þar sem foreldrar og kennarar gátu glaðst með þessum snillingum með gleði í hjarta, bros á vör og gleðitár á hvarmi.

Við óskum þessum yndislega hópi bjartarar framtíðar og góðs gengis á næsta skólastigi.

© 2016 - Karellen