Innskráning í Karellen
news

Sögustund með Birgittu Haukdal

01. 12. 2022

Í morgun fimmtudaginn þann 1.desember mætti Birgitta Haukdal rithöfundur bókanna Láru og Ljónsa til okkar á Gimli. Hún las bókina Hrekkjavaka með Láru og varpaði hún myndum með skjávarpa upp á vegginn svo allir gætu fylgst með.

Birgitta söng að lokum með börnunum jólalög og börnin sungu einnig fyrir hana lagið um Dropana sem hún kunni vel að meta. Börnin hlustuðu hugfangin og sungu einnig með Birgittu enda eru þau búin að æfa sig svo vel á söngfundunum okkar sem eru alla föstudaga á Gimli.

Þessi sýning var í boði foreldrafélagsins og þökkum við þeim hjartanlega fyrir.

Þetta var virkilega skemmtileg samverustund. (-:

© 2016 - Karellen