Innskráning í Karellen
news

Lota 6 - Áræðni

17. 03. 2023

Lota 6 hefst mánudaginn 13. mars og ber hún heitið Áræðni.

Þessari síðustu lotu kynjanámskrárinnar er ætlað að reka smiðshöggið á heildarstarf vetrarins hvað varðar persónuþroska, bæði í einstaklings- og félagslegu tilliti.

Hér reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Við eflum frumkvæði, kjark og þor með ýmsum leiðum. Með líkamlegum áreynslum í formi fjölbreyttra kjarkæfinga og að æfa sig í að koma fram fyrir hóp. Styrkjum börnin í að hafa áhrif og finna lausnir í samskiptum og í umhverfi sínu. Bæði sem einstaklingar og sem hópur. Eflum þannig leiðtogahæfileika og hæfni til að standa fyrir sínu máli. Þau lykilhugtök sem við vinnum með í þessari lotu eru: kjarkur, kraftur, virkni, frumkvæði. Það er alltaf gullni meðalvegurinn, að trúa á eigin getu en jafnframt vera ekki með yfirgang við vini sína.

Þetta gerum við í gegnum allt okkar daglega starf, einnig með umræðum, sögum og söngvum. Leikur barna er afar mikilvægur því þar vinna þau úr sinni reynslu og upplifunum, æfa samskipti og orðaforði eflist. Í valinu á hverjum degi geta börnin valið um fjölbreytt svæði þar sem þau leika saman. Það er dásamlegt að fylgjast með leik barna og sjá þau vinna úr sínum upplifunum og reynslu. Einnig hvernig þau æfa færni sína í að vinna úr ágreiningi og ræða saman. Við kennararnir stöndum á hliðarlínunni, fylgjumst með og aðstoðum ef einhver ,,ruglast,,. Þá gengur bara betur næst.

© 2016 - Karellen