Innskráning í Karellen
news

Lota 5 - Vinátta

10. 02. 2023

Lota 5 – Vinátta:

Vináttulota Hjallastefnunnar hefst 13. febrúar og stendur yfir næstu fjórar vikurnar.

Lotulyklar Vináttulotu eru: félagsskapur, umhyggja, nálægð og kærleikur.

Hún er í beinu framhald af bæði samskipta- og jákvæðnilotunni og í reynd hástig þeirrar félagslegu jákvæðni sem þjálfuð hefur verið. Þar styrkjum við og eflum vináttu á allan hátt. Við vinnum með skilgreiningar á vináttunni, álit barnanna á vináttunni og hvað það þýðir að vera vinur/vinkona.

Umhyggjuæfingar eru fjölmargar þar sem kjarnar og hópar æfa umhyggju og tillitsemi sín á milli og gagnvart öðrum í skólasamfélaginu. Kennarar og nemendur vinna saman að því að skapa nálægð, umhyggju og kærleika á kjarnanum sínum, æfa snertingu s.s. faðmlög. Markmiðið er að skapa kærleikstengsl milli allra.

Við erum að sjálfsögðu alltaf að æfa góða framkomu en í vináttulotunni skerpum við okkur enn betur í allskyns vinaæfingum. Til að mynda ræðum við um orðið hrós og hvað það merkir að hrósa öðrum. Við æfum síðan koll af kolli að hrósa hvort öðru. Horfast í augu, hrósa og þakka fyrir hrósið. Þessi æfing getur alveg reynst sumum erfið, bæði að hrósa og að taka við hrósi frá vinum sínum. Þetta er ein af þeim aðferðum sem við notum til að efla vináttu og kærleika.

© 2016 - Karellen