news

Lota 2- Sjálfstæði

30. 09. 2022

Lota 2: Mánudaginn 3. október byrjar 2. lotan í kynjanámskránni okkar en hún ber yfirskriftina sjálfstæði. Loturnar okkar eru 6 og stendur hver lota yfir í 4 vikur. Orðin sem við vinnum með í þessari lotu eru: sjálfsstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning.

Í sjálfstæðislotunni erum við að efla sérstaklega einstaklingsþjálfun þ.e. athygli og hvatning til allra er kjarni þessarar lotu. Við æfum sjálfstæðið okkar á ýmsan hátt í fataklefa, við matarborðið, með hinum ýmsu verkefnum í hópatímum og í starfinu yfir daginn. Framsagnaræfingar eru góðar og æfa sig í að tala, syngja eða dansa fyrir framan hópinn sinn. Þjálfun í að tjá tilfinningar er mikilvægur þáttur, t.d. að ræða um líðan sína. Beinar æfingar í jákvæðri tjáningu um sjálfa/n sig er frábært. Munum eftir hrósinu. Til að mynda er klæðniþjálfun í fataklefa þar sem barn æfir sig að fara sjálft í útifötin sín ótrúlega mikil æfing. Sjálfstraustið eflist mikið hjá barni við að geta klætt sig sjálft í, rennt upp, smellt tölum á flík og að sama skapi klætt sig úr eftir útiveru og hengt fötin sín í hólfið. Á hverjum degi allt skólaárið er einn nemandi umsjónardrengur/stúlka og það er hlutverk sem þeir/þær taka mjög hátíðlega. Þar fást þau einmitt við verkefni sem styrkja þá þætti sem við erum sérstaklega að vinna með í þessari lotu. Umsjónardrengur/stúlka aðstoðar við að leggja á borð fyrir matmálstíma, stendur svo fyrir framan vini/vinkonur sína/r og býður hverjum hóp fyrir sig að setjast til borðs.

© 2016 - Karellen