Innskráning í Karellen
news

Listahátíð barna 2023

28. 04. 2023

Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ verður haldin í sautjánda sinn í Duus Safnahúsum 22. apríl – 7. maí 2023.

Í morgun 28. apríl var sýningin formlega sett. Þar mættu elstu nemendur leikskóla Reykjanesbæjar og sungu nokkur lög saman ásamt því að skoða þessa glæsilegu sýningu.

Listahátíðin er hluti af BAUN, barna- og ungmennahátíð og er afrakstur fjölbreytts listastarfs nemenda úr öllum leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar og af listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Í ár er yfirskrift sýningarinnar hjá leikskólabörnum Hreyfing, ljós og skuggar og er sýningin í Listasal. Í sýningu grunnskólanna fáum við að sjá brot af því besta úr verk- og listgreinastarfi vetrarins í Bátasal. Á sýningu Fjölbrautaskólans fáum við að sjá vel valin verk eftir útskriftarnemendur af listnámsbraut í Bíósal.


© 2016 - Karellen