Innskráning í Karellen
news

Jákvæðnilotan 4. lotan

04. 01. 2023

Kæru foreldrar gleðilegt nýtt ár 2023 með hjartans þökk fyrir ljúfar stundir á árinu 2022.

Mánudaginn 9. janúar er komið að jákvæðnilotunni og er þetta 4. lotan í kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Orð lotunnar eða lotulyklar eru: ákveðni, hreinskiptni, bjartsýni og gleði. Jákvæðnilotan er upphaf nýrrar annar og er frábært að slá jákvæðan takt inn í skólastarf vorannarinnar.

Vitaskuld er jákvæðni alltaf í fyrirrúmi alla daga skólaársins en þarna er tækifæri til að formgera jákvæðni æfingarnar. Vinna með jákvæð orð og jákvæðar setningar og gleðisöngvar eru meðal þess sem við vinnum mikið með. Jafnframt er mikilvægt að fjalla um bjartsýni og hvernig hún birtist okkur í lífinu. Gleðin er æfð með öllum tiltækum ráðum, söngur, dans og hreyfing ýtir best við þeim boðefnum heilans sem valda taugafræðilegri gleði. Þannig að við syngjum hressandi söngva og gerum fullt af allskonar verkefnum sem framkalla gleði og hlátur. Förum í gleðival þar sem hægt er að velja gleði útsvæði, gleði leikstofu, gleði kubbakrók, gleði föndurkrók og gleði leirkók. Ræðum mun á því að sýna gleði eða fýlu og hvernig við notum orðin okkar fallega við hvort annað. Ræðum t.d. hvað er að nota fýlustjórnun og grátstjórnun og hvernig við getum frekar orðað það sem okkur liggur á hjarta.

© 2016 - Karellen