Innskráning í Karellen
news

Hvatningarverðlaun/viðurkenningar 2023

15. 06. 2023

Þriðjudaginn 13. júní voru Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ þar sem okkar góði og gefandi fræðslustjóri Helgi Arnarson ávarpaði salinn á sinn einstaka hátt með þakklæti og virðingu.?

Sautján verkefni voru tilnefnd og hlutu fjögur þeirra sérstaka viðurkenningu og vorum við svo lánsöm á Gimli að vera eitt þeirra með Sibbu okkar verkefnastýru í fararbroddi.?

Viðurkenningin var fyrir verkefnið Jóga- og núvitund í vettvangsferðum sem er fallegt og vandað samfélagslegt verkefni sem fellur vel að okkar Heilsueflandi bæjarfélagi Reykjanesbæ.

Fyrir ykkur sem viljið kynna ykkur nánar þá er hlekkur á verkefnið hér gimlijoga.is

Lesið með gleði og von um að þið munið njóta og fræðast í okkar fagra og friðsæla umhverfi/bæjarfélagi.❤️??

© 2016 - Karellen