Innskráning í Karellen
news

Foreldraframlag á jólasöngfundi

17. 12. 2022

Í gær vorum við með jólasöngfund ?Útgarðs nemendur voru með atriði á söngfundi og léku jólasveinana, Grýlu, Leppalúða, jólaköttinn og engla undir lestri kvæðanna um þau eftir Jóhannes úr Kötlum. Ótrúlega vel gert hjá þeim öllum og þvílíkir snillingar!

Að leikþættinum loknum fengum við foreldraframlag frá Atla Sigurði pabba Hafsteins Loga og Dagbjartar Helgu. Hann mætti með gítarinn og söng með okkur jólalög. Vel var tekið undir sönginn og mikið fjör ❤️

Í hádeginu fengum við hangikjöt með öllu tilheyrandi meðlæti.
Frábær dagur í alla staði ❤️??


© 2016 - Karellen