Innskráning í Karellen
news

Dans á útisvæði

27. 08. 2023

Miðvikudaginn 23. ágúst sl. fengum við hana Eygló Alexandersdóttur í heimsókn til okkar ásamt nokkrum dansfélögum frá Nesvöllum. Eygló hefur stjórnað dansi á Nesvöllum og við á Gimli höfum verið svo lánsöm að taka þátt í dansi með eldri borgurum í gegnum verkefnið okkar Gaman saman. Gaman að segja frá því að Eygló er einnig langamma tveggja barna á Gimli og var því um að ræða skemmtilegt fjölskylduframlag.

Eygló stjórnaði dansi á útisvæði þar sem allir nemendur skólans tóku þátt ásamt góðum hópi frá Nesvöllum. Við vorum einnig svo heppin að sólin lék við okkur þann dag í blíðskapar veðri. Í dans hópnum var hann Gunnar sem fagnaði 100 ára afmæli fyrr í sumar. Við sungum að sjálfsögðu afmælissönginn fyrir hann enda ekki oft sem að við fáum tækifæri til að syngja og fagna einhverjum sem hefur náð þeim aldri.

Við þökkum Eygló og danshópnum kærlega fyrir skemmtilega dans stund.

© 2016 - Karellen