Innskráning í Karellen
news

Vináttuverkefni í vináttulotu

10. 03. 2020

Stúlkurnar á Valhöll eru búnar að vera að vinna að skemmtilegu vináttuverkefni sem er núna komið upp á vegg í innri stofunni.Þær sátu saman í samveru og sögðu falleg orð um hvor aðra, sem kennararnir skrifuðu niður. Þær voru svo spurðar hvernig þeim leið eftir að hafa heyrt öll þessi fallegu orð. Vel og fallegt bros var svarið. Þarna var verið að æfa þær í að gefa hrós og þiggja það líka. Prentaðar voru út myndir af stúlkunum og settar upp á vegg. Myndin af stúlkunum táknar sólina og fallegu orðin voru klippt út og sett í kringum myndirnar og tákna sólargeislana. Verkið var svo rammað inn með risastóru rauðu hjarta. Það var gaman að sjá þegar stúlkurnar voru að lýsa verkinu fyrir nemendum af öðrum kjörnum þá horfðu þær brosandi á verkið og sögðu "Sjáið við erum sólirnar og fallegu orðin eru sólargeislarnir"

© 2016 - Karellen