news

Vel heppnuð sumarhátið á vegum foreldrafélagsins

27. 06. 2019

Eins og undanfarin ár var foreldrafélagið með sumarhátíð í samvinnu við okkur starfsfólkið á Gimli s.l. miðvikudag.

Andlitsmálning, hoppukastalar, leikarar frá leikfélaginu, grillaðar pylsur,drykkir og íspinnar var m.a. það sem í boði var og kætti og glæddi yngri sem eldri.

Þar ríkti sól í hjarta og sól í sinni sem bætti enn frekar upp á gleðina og allir fóru sáttir og sælir heim.

Við þökkum okkar frábæra foreldrafélagi fyrir skemmtilegan dag sem tókst með ágætum í alla staði :)
© 2016 - Karellen