Innskráning í Karellen
news

Útskriftarhátíð elstu nemanda

30. 05. 2018

Nú er komið að útskrift elstu barnanna þótt ótrúlegt sé þá er komið að næsta skólastigi á menntabrautinni. Börnin mæta í leikskólann að morgni í sínum leikskólafatnaði en hafa hátíðarklæðnað með í poka og höfum við fataskipti að hádegisverði loknum. Síðan göngum við saman að Nesvöllum og þangað mætið þið svo kæru foreldrar og gestir en athöfnin hefst kl. 14.00 Á Nesvöllum verður hátíðleg athöfn og munu nemendur flytja söngatriði fyrir gesti sína þ.e. foreldra, systkini, ömmur og afa. Síðan fær hvert og eitt barn afhent útskriftarskjal og kærleiksstein frá leikskólanum. Eftir athöfnina verða veitingar í boði og ætlum við að eiga notarlega stund saman og gleðjast með börnunum okkar og njóta stundarinnar með gleði í hjarta, bros á vör og jafnvel gleðitár á hvarmi.

© 2016 - Karellen