news

Útskriftarhátíð

16. 06. 2021

Síðast liðinn mánudag 14. júní kl.17:00 útskrifuðum við okkar yndislegu elstu nemendur skólans árg. 2015.

Athöfnin fór fram á útisvæði leikskólans og voru veðurguðirnir okkur hliðhollir og sendu til okkar sól og blíðu.

Útskriftarræða skólastýru, söngatriði frá nemendum undir grítarleik kennara, afhending útskriftarskjala og jóga kærleikssteina var meðal þess sem fram fór á hátíðinni og að lokum var boðið upp á léttar veitingar undir berum himni.

Þetta var dásamleg stund þar sem foreldrar og kennarar gátu glaðst með þessum snillingum með gleði í hjarta, bros á vör og gleðitár á hvarmi.

Foreldrar útskriftanemenda færðiu skólanum höfðinglega peningagjöf sem verður nýtt í þróunarverkefnið okkar Jóga í vettvangsferðum og færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir.

Við óskum þessum yndislega hópi bjartarar framtíðar og góðs gengis á næsta skólastigi.


© 2016 - Karellen