Innskráning í Karellen
news

Útgarður með 200 daga hátíð

20. 06. 2018


Í gær 19. júní á sjálfan Kvennréttindadaginn héldu nemendur á Útgarði 200 daga hátíð. Nemendur á Útgarði hafa verið að telja skóladagana frá því þau byrjuðu á elsta kjarna, en hátíðin er í tengslum við stærðfræðikennslu hjá okkur á Gimli.

Nemendur safna rörum, eitt rör fyrir hvern dag og þegar við náum einum tug þá eru rörin sett í talnahús þar sem þau flokka í hundruð, tug og einingu. Þarna erum við að leggja inn grunninn að einingu, tug sem og samlagningu. Nemendur hafa verið áhugasamir fyrir talningunni og hafa áður haldið upp á 100 daga eða 10 tuga hátíð. Nemendur gera sér glaðan dag og skipuleggja sjálf skemmtilega stund með leikjum og veitingum.

200 daga hátíðin okkar var að þessu sinni haldin í Höfnum á Reykjanesi. Þar heimsóttum við listakonuna Rut Ingólfsdóttur og skoðuðum við listaverk hennar sem nemendur voru mjög áhugasamir um. Hátíðin var mjög menningarleg þetta árið en við skoðuðum líka kirkjuna í Höfnum og áttum svo notalega stund í samkomuhúsinu, þar grilluðum við samlokur og fórum svo í leiki. Ótrúlega skemmtilegur dagur þar sem allir nutu þess að vera saman í fallegu umhverfi og yndislegri náttúru.



© 2016 - Karellen