news

Þorrinn á Gimli

28. 01. 2019

Á bóndadaginn s.l. föstudag gæddu nemendur og kennarar sér á þorramat og sungu á söngfundi íslensk þjóðlög.

Krummalögin eru alltaf vinsæl og kíkti einn krummi í heimsókn :)

Það er mikilvægt að halda í hefðirnar þegar kostur er á með einum eða öðrum hætti.

Börn og starfsfólk kunnu misvel að meta matinn, þó borðuðu þau öll vel af grjónagraut og lifrarpylsu en minna af hákarlinum og sviðasultunni. Harðfiskur, faltkökur og hangikjöt smakkaðist einnig vel að þeirra mati.


© 2016 - Karellen