news

Tannverndarvika 3.-7. febrúar

04. 02. 2020

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 3. – 7. febrúar með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á orkudrykki en neysla ungmenna á orkudrykkjum með koffíni hefur meira en tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil og tíð neysla sætra og sykurlausra orkudrykkja getur leyst upp ysta lag glerungsins sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur. Tennurnar verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á tannskemmdum. Glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi. Íslenska vatnið er besti svaladrykkurinn. Frekari upplýsingar fyrir áhugasama inn á heimasíðu Embætti landlæknis https://www.landlaeknir.is/ heilsa-og-lidan/tannvernd/

Í tannverndarvikunni munum við m.a. ræða um hollt mataræði og tannburstun. Á heimasíðu Embætti landlæknis eru fræðsluefni og bæklingar um tannhirðu. Efnið er líka aðgengilegt á pólsku, ensku og fleiri tungumálum.
© 2016 - Karellen