Innskráning í Karellen
news

Tannverndarvika 2017

30. 01. 2017

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir Tannverndarviku 30. janúar - 3. febrúar 2017 með skilaboðum til landsmanna um að draga úr neyslu sykraðra drykkja og sætinda.

Stjórnendur í leik-, grunn- og framhaldsskóla eru hvattir til að leggja áherslu á fræðslu, umfjöllun og viðburði sem stuðla að því að draga úr neyslu sykraðra drykkja og sætinda.

Með tannverndarviku er fyrst og fremst verið að vekja athygli á því, hvað það er mikivægt fyrir líf og heilsu hvers og eins að hafa heilbrigðar tennur. Þar skiptir mestu að temja sér hollar og góðar neysluvenjur og góða tannhirðu. Við á Gimli munum leggja okkar af mörkum nú sem fyrr og verður sérstök áhersla lögð á mikilvægi tannverndar í hópatímum sem og í umræðan í leik og starfi skólans.


Eins er vert að minna á að nú um áramótin bættust 4 og 5 ára börn inn í samning um gjaldfrjálsar tannlækningar. Nú falla öll börn 3-17 ára undir samninginn og þurfa einungis að greiða 2500 kr árlegt komugjald. Mikilvægt er að öll börn hafi skráðan heimilistannlækni en hann er hægt að skrá í gegnum www.sjukra.is eða hjá tannlækni.


© 2016 - Karellen