news

Starfsdagur föstudaginn 28. júní

05. 06. 2019

Kæru foreldrar!

Þá er komið að sjötta og síðasta starfsdegi skólaársins 2018 -2019 sem verður föstudaginn 28. júní.

Þess ber að geta að það láðist að setja þennan síðasta starfsdag inn á skóladagatalið og biðjumst við velvirðingar á því.

Þennan dag nýtum við kennarar til að undirbúa og skipuleggja skólaárið 2019-2020. Undirbúa komu nýrra nemenda, flutning á milli kjarna og kveðja þá nemendur sem fara yfir á næsta skólastig.

Gengið verður frá öllum lausum endum svo skólastarfið fari sem best af stað eftir að sumarleyfi lýkur.

Með sól- og sumarkveðju frá kennurum á Gimli

© 2016 - Karellen