news

Starfsdagar í apríl/ Námsferð kennara

14. 03. 2019

Kæru foreldrar!

Þann 16. apríl fer stór hluti af kennarahópnum hér á Gimli í námsferð til Brighton. Þar munum við fara á námskeið í útikennslu þar sem við munum verja heilum degi í skógi. Einnig förum við á námskeið í frásagnargleði (storytelling) og núvitund barna (wellbeing). Þetta verður án efa lærdómsrík ferð og gott hópefli, þar sem við munum læra ýmislegt nýtt sem við getum bætt við í okkar skóla. Leikskólinn verður því lokaður vegna starfsdaga kennara þriðjudaginn 16. og miðvikudaginn 17. apríl en þetta eru dagarnir fyrir páskafrí þ.e. í dymbilviku.

Lærdómskveðjur,

Kennarar á Gimli

© 2016 - Karellen