Ópera fyrir leikskólabörn á Degi íslenskrar tónlistar

07. 12. 2018

Í gær á Degi íslenskrar tónlistar vorum við á Gimli svo heppin að fá óperuleiksýningu í leikskólann sem Alexandra Chernyshova óperusöngkona og Jón Svavar óperusöngvari sáu um.

Þau kynntu okkur fyrir ævintýraheimi óperunnar og fluttu „Ævintýrið um norðurljósin“ og fengu börnin að taka þátt í sýningunni sem vakti mikla lukku.

Þau komu með töfra óperu búninga og einfalda sviðsmynd og voru börn og kennarar alveg hugfangin af þessari óperusýningu sem mun án efa leiða okkur áfram inn í töfraheim óperunnnar.

Reykjanesbær bauð öllum leikskólum í Reykjanesbæ upp á þessa frábæru sýningu og þökkum við þeim hjartanlega fyrir okkur :)

© 2016 - Karellen