news

Náttfata/búninga-partý föstudaginn 30. október

27. 10. 2020

Kæru foreldrar!

Í tilefni þess að Alþjóðlegi bangsadagurinn er þriðjudaginn 27. október og Hrekkjavakan er laugardaginn 31.október ætlum við í ár að slá þessum dögum saman og hafa partý á hverjum kjarna fyrir sig.

Þá er í boði fyrir börn og starfsfólk að koma í náttfötum eða búningum, en í ljósi aðstæðna þá verðum við að sleppa fylgihlutum vegna sóttvarnarreglna.

Aðalatriðið er að brjóta upp daginn með gleði, dansi og söng.

Með tilhlökkun og gleði,

kennarar á Gimli


© 2016 - Karellen