Innskráning í Karellen
news

Mottumars

16. 03. 2018

Sokkar í stíl við skólafötin, sömu litir og tilvalið að klæðast þeim :)

Ár hvert er marsmánuður tileinkaður körlum og krabbameinum í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands.

Nú er sjónum beint að algengasta krabbameini hjá körlum, krabbameini í blöðruhálskirtli. Safnað er fyrir Karlaklefanum, vefgátt fyrir karla, þar sem finna má upplýsingar um allt sem viðkemur karlmönnum og krabbameinum. Seldir verða sokkar í rakarastofustíl til styrktar átakinu 5.-19. mars.

Fram til þessa hefur yfirvaraskegg verið allsráðandi í Mottumars. Síðustu ár hefur áhugi karlmanna á að safna yfirvaraskeggi dvínað og þátttaka í Mottukeppninni farið minnkandi. Því var tekin ákvörðun um að hvíla mottuna í ár.

„Markmiðið með breytingunni er að gera báðum kynjum kleift að sýna stuðning í verki og taka þátt í Mottumars. Sokkar í rakarastofustíl voru það sem okkur fannst passa öllum, enda augljós skírskotun í karlmennskuna og yfirvaraskeggið” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. www.krabb.is

Í tilefni að mottumars og mottudeginum skartaði starfsfólk Gimli fjáröflunasokkum mánaðarins.

© 2016 - Karellen