Innskráning í Karellen
news

Kvennafrí - við leggjum niður störf

23. 10. 2016

Kæru foreldrar.

Boðað er til samstöðufundar kvenna undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! mánudaginn 24. október og konur hvattar til að leggja niður störf frá kl.14.38 og sýna samstöðu á Austurvelli.

Konur eru með 29,7% lægri tekjur að meðaltali og fá þar með ekki laun fyrir síðustu 2 klukkustundir og 22 mínútur á degi hverjum.

Við í leikskólanum Gimli viljum standa með konum alla leið, enda vinnum við samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem er fyrst og síðast jafnréttisstefna.

Vonandi náum við að rétta þetta bil í launamun kynjanna áður en stúlkurnar og drengirnir okkar sem við erum að kenna jafnréttishugsun fara út á vinnumarkaðinn.

Undirituð ætlar að sýna samstöðu og gera kennurum á Gimli kleift að leggja niður störf kl. 14:38 í þessar tvær og hálfa klukkustund og mótmæla kynbundnum launamun.

Því beinum við því til ykkar sem mögulega getið að sækja börnin fyrir klukkan 14:30 þennan dag.

Þið ykkar sem engan veginn sjá ykkur fært að sækja barnið ykkar fyrir kl. 14:30 vinsamlega hafið samband við undirritaða.

Með von um góða samvinnu sem og skilning,

Karen Valdimarsdóttir leikskólastýra á Gimli

© 2016 - Karellen