Innskráning í Karellen
news

Joga í vettvangsferðum

24. 09. 2020

Yndislegar haustvettvangsferðir hafnar þar sem joga er haft í forgrunni og þróunarverkefninu joga í vettvangsferðum undir verkefnastjórn Sibbu ýtt úr vör.

Að iðka markvisst jóga og núvitund er svo gott fyrir hugann, líkamann og sálina. Öll börn hafa fengið jógastund einu sinni í viku inni á sínum kjarna og nú ætlum við með þessu nýja verkefni að tengja jóga og núvitund nánar við umhverfismennt. Að stunda útivist þar sem jóga og núvitund er lögð til grundvallar, magnar skynjun okkar á umhverfnu og stuðlar a ð góðri andlegri og líkamlegri heilsu.

Helstu markmið verkefnisins er að vekja áhuga nemenda og kennara fyrir jóga og núvitund í útiveru í öllu skólasamfélaginu og hverning við vinnum með jógastöður, öndun, slökun og núvitund á einfaldan hátt úti í náttúrunni.

Ávinningurinn er að njóta náttúrunnar betur og upplifa breytileika hennar með því að taka betur eftir umhverfi okkar og skynja það. Við eflum hreyfingu sem eykur vellíðan og gleði og börn læra að tileinka sér þær aðferðir sem þau iðka í jógastundum inni.

Starfsfólk leikskólans eflir fjölbreyttan orðaforða, hugtakaskilning og stærðfræði í gegnum umræður, sögur og ævintýri sem unnið er með í hverri jógastund. Umræðurnar og sögurnar í jógastundum er fléttað saman við kynjanámskrá Hjallastefnunnar, þar sem áhersla er lögð á að efla einstaklings-og félagsfærni barnanna með ýmsum leiðum. Unnið er með orð hverrar lotu sem tengjast dyggðum, tilfinningum, sjálfstrausti, samkennd, samskiptum og vináttu. Merking orðanna eru rædd og þau sett í samhengi. Börnin æfa sérstaklega að setja sig í spor annarra. Innihald jógastundanna ber keim af því hvaða lota er í gangi hverju sinni. Þannig blandast saman hreyfing, orðaforðakennsla, núvitund og slökun.

Í verkefninu á hver hópur sinn poka sem inniheldur sérstakan jógastein og bók til skráningar sem alltaf er tekinn með. Einnig taka kennarar myndir sem við söfnum saman auk þess að setja myndir inn á karellen.
Þetta er verkefni í þróun sem hefur farið einstaklega vel af stað og við munum einnig finna leiðir til að efla foreldrana í þessu skemmtilega verkefni.

.

© 2016 - Karellen