news

Gleðilegt sumar

24. 04. 2020

Kæru fjölskyldur!

Gleðilegt sumar með hjartans þökk fyrir veturinn sem svo sannarlega endaði með óvenjulegum hætti.

Við erum svo heppin í Hjallastefnunni að æfa ár hvert mikilvægar dygðir meðal annars þolinmæði, jákvæðni og bjartsýni sem kemur sér vel og þá sérstaklega þegar atburðir í lífinu taka svona óvænta stefnu eins og þeir gerðu síðustu mánuði.

Við hlökkum mikið til að geta hafið leikskólalífið með óbreyttum hætti þann 4. maí, þó innan þess ramma sem lög og reglur gera ráð fyrir en þangað til hafið það sem allra best okkar kæru.

Hlýjar sumarkveðjur

Kennarar á Gimli

© 2016 - Karellen