news

Gleðilega hátíð ljóss og friðar

21. 12. 2020

Elskulegu fjölskyldur!

Gleðileg jól með hjartans þökk fyrir viðburðaríka árið 2020 sem minnti okkur í leikskólanum Gimli all hressilega á Covid 19 í síðasta mánuði þessa árs.

Það er okkur starfsfólki efst í huga nú sem fyrr samstaða og samtakamáttur foreldrahópsins okkar góða og kærleiksríku börnin sem endalaust gleðja okkur starfsfólkið með nærveru sinni. Stóðum öll þétt saman í þessum ólgusjó og komumst í gegnum þessa baráttu með þrautseigju og æðruleysi að leiðarljósi.

Hugsum jákvætt öll sem eitt með hlýju í hjarta til ársins 2021 og hlökkum til ljúfu samverustundanna á komandi ári.

Minnum á að leikskólinn verður lokaður vegna jólaleyfis frá 24. des. og hittumst aftur kát mánudaginn 4. janúar 2021.

Með kærleiks-og hátíðarkveðju,

Starfsfólkið á Gimli

© 2016 - Karellen