news

Gleði og gaman á sumarhátíð

22. 06. 2020

Það var heldur betur fjör á sumarhátíðinni okkar þrátt fyrir breytt landslag vegna covid.

Við fengum heimsókn frá LeikfélagI Keflavíkur sem tóku atriði úr leikritinu um Benedikt búálf og Ávaxtakörfunni. Börnin voru alveg hugfanginn og leikararnir gáfa sér góðan tíma með börnunum efir atriðið og fóru m.a. á útisvæðið með þeim. Í hádeginu fengum við pylsur en í stað þess að borða inn á kjarna við sitt borð þá vorum við með flæði um skólann. Pylsuvagnar voru í fataklefanum og síðan máttu öll ráða inn á hvaða kjarna þau vildu borða. Einstaklega skemmtilegt. Eftir hvíld fengu allir ís og síðan andlitsmálun sem var í höndum stúlknanna frá vinnuskólanum auk nokkurra kennara.

© 2016 - Karellen