news

Forsetahjónin á Listahátíð barna

03. 05. 2019

Elstu nemendur á Útgarði fóru á eins og áður á setningu Listahátíðar barna þann 2. maí ásamt öllum elstu nemendum leikskólanna í Reykjanesbæ. Að þessu sinni voru heiðursgestir hátíðarinnar forsetahjónin Guðni og Eliza, og fengu Útgarðsnemendur það hlutverk að útbúa blómvönd fyrir forsetahjónin úr verðlausu efni. Elífðarblóm eins og einn eldri borgari sagði, sem heimsótti Gimli um daginn og sá blómin. ????

Kennarar tóku þá ákvörðun að tveir nemendur yrðu fulltrúar okkar í að afhenda blómvöndinn, nemandinn sem er fyrstur í stafrófinu og sá síðasti, sem vorur þau Alexander Emil og Vigdís Freyja. Börnin heilsuðu forsetahjónunum fallega um leið og þau afhentu þeim blómvöndinn og kortið, enda eru þau mjög vel æfð á þessu sviði og með eindæmum kurteis.

© 2016 - Karellen