news

Fjölnota taupokar

04. 09. 2019

Frábært framtak hjá foreldrafélaginu í plastlausum september :-)


Kæru foreldrar og forráðamenn.

Það má með sanni segja að meðvitund og fræðsla til nemenda á Gimli um umhverfisvitund hafi borist til okkar í foreldrafélaginu. Voru við einstaklega stolt af framlagi skólans til listasýningu á barnahátíð Reykjanesbæjar þar sem markmiðið var að skapa list úr rusli og öðru endurvinnanlegu.

Nú er nýtt skólaár að hefjast og þægileg rútína aftur að færast yfir fjölskyldulíf okkar flestra. Eru óhrein leikskólaföt óumflýjanlegur partur af því. Við í foreldrafélaginu viljum því færa öllum nemendrum margnota taupoka undir fatnað sem börnin þurfa að taka með sér heim til þvottar. Mælst er til að þvo pokana á röngunni á 30 °C.

Svo pokinn þjóni sínu hlutverki sem best mælumst við til þess að hann sé ávallt geymdur í hólfi nemenda eftir að hafa farið heim í þvott og sé því tilbúinn fyrir næsta „slys“ eða sull... munið að merkja pokana svo þeir rati á réttan stað.

Fljótlega verður svo aðalfundur auglýstur þar sem farið verður betur yfir starfið og kosið í nýja stjórn félagsins.

Kærar kveðjur

Foreldrafélag leikskólans Gimlis

© 2016 - Karellen