Innskráning í Karellen
news

Bolludagur ,sprengidagur og öskudagur

12. 02. 2018


Í þessari viku er dagurinn sem nemendur hafa beðið eftir með mikilli óþreyju. Sjálfur öskudagurinn í öllu sínu veldi. En fyrst kemur Bolludagur mánudaginn 12. febrúar með fiskibollum í hádegismatnum og rjómabollum í nónverði. Síðan á þriðjudag 13. febrúar er það Sprengidagur með saltkjöti og baunum. Á miðvikudag 14. febrúar rennur síðan Öskudagurinn loksins upp og þá mega allir koma í búningum. Í hópatíma munum við ,,slá köttinn úr tunnunni,,

Í hádeginu verður pylsupartý með öllu. Með sumum búningum eru fylgihlutir og viljum við biðja ykkur kæru foreldrar að merkjaþví sumir nemendur eru með eins fylgihluti. Við höfum skólafötin meðferðis ef við viljum bregða okkur í útiveru.

© 2016 - Karellen